Ályktun frá stjórn VSFK vegna kjaraviðræðna SNS og SGS

Stjórn Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis sendir frá sér ályktun vegna kjaraviðræða SNS og SGS.

Undanfarna mánuði hafa verið í gangi samningaviðræður milli SNS og Starfsgreinasambands Íslands (SGS) sem hefur umboð til samninga fyrir VSFK. Þær samningsviðræður hafa ekki gengið sem skyldi og sú deila komin á borð ríkissáttasemjara.

SNS hefur samþykkt að greiða eingreiðslu að upphæð 105.000 kr, sambærileg þeirri sem ríkið greiðir vegna tafa á samningum.  Hins vegar var tekin sú ákvörðun, af SNS,  að félagar SGS ætti ekki rétt á þeim þar sem deilan væri komin á borð sáttasemjara.

Stjórn lýsir yfir undrun sinni á þeirri ákvörðun sveitarfélaga  að greiða ekki eingreiðsluna sem samþykkt hefur verið að greiða til félagsmanna annarra félaga til félagsmanna SGS. Stjórnin fordæmir þessa mismunun sem þarna á sér stað og að verið sé að láta félagsmenn SGS gjalda þeirrar stöðu sem er er í kjaraviðræðum.  Mikil óánægja er meðal starfsmanna sveitarfélagana vegna þessarar ákvörðunar og með öll ólíðandi að sveitarfélögin skilji sína lægst launuðu starfsmenn úti í kuldanum.

Það er einlæg von stjórnar  VSFK að sveitarfélög á Suðurnesjum sjái af sér í þessum fáránleika og láti jafnt yfir alla ganga hvað eingreiðsluna varðar. Við lítum svo á að kjörnir fulltrúar sveitarfélaga hafi ekki verið sviptir heimildum til að taka ákvarðanir um slíkt þó umboðið til samninga hafi verið sett til SNS.

 

 

 

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.