Íbúafundur um atvinnumál á Suðurnesjum

„Hvað get ég gert?“
 
Sveitarfélögin á Suðurnesjum ásamt Vinnumálastofnun, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum /Atvinnuþróunarfélaginu Heklunni, Samtökum atvinnurekenda og stéttarfélögin af svæðinu boða til íbúafundar í Stapa fimmtudaginn 17. september kl. 17.00. Íbúar allra sveitarfélaga á Suðurnesjum er boðnir velkomnir á fundinn í Stapa en fundinum verður einnig streymt á Facebook-síðu Víkurfrétta og sveitarfélaganna.
 
Markmiðið með fundinum er að kynna fyrir íbúum svæðisins þær aðgerðir sem eru í gangi vegna þess atvinnuleysis sem nú er uppi en einnig að hvetja íbúa til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri. Íbúum mun gefast kostur á að senda inn tillögur og spurningar. Fyrirkomulagið á því verður útskýrt í upphafi fundar.
 
Frummælendur:
  • Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunnar á Suðurnesjum
  • Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
  • Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR
  • Guðjón Skúlason, formaður Samtaka atvinnurekenda á Suðurnesjum
  • Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir
 
Fundarstjóri; Róbert Ragnarsson

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.