Orðsending til starfsmanna Wow air

Vinnumálastofnun vekur athygli á að þeir sem hafa starfað hjá WOW air geta sótt um atvinnuleysisbætur á heimasíðu stofnunarinnar.  Áætlað er að afgreiðsla umsókna taki fjórar til sex vikur eftir að öll gögn hafa borist.  
 
Vinnumálastofnun hvetur fólk til að hefja umsóknarferlið sem fyrst þar sem atvinnuleysisbætur eru greiddar frá þeim degi sem umsókn berst.
 
Allar upplýsingar  er hægt að nálgast á vefnum vmst.is.
 
Ef félagið verður tekið til gjaldþrotaskipta þarf fólk að hafa samband við stéttarfélag sitt eða lögmann og fá aðstoð við að lýsa kröfu í væntanlegt bú.  Ekki er greitt úr Ábyrgðasjóði launa fyrr en í fyrsta lagi eftir að kröfu hefur verið lýst og skiptastjóri hefur samþykkt kröfuna.
Á morgun föstudaginn 29. mars verður opið á þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar í Kringlunni 1, í Reykjavík og Krossmóum 4 í Reykjanesbæ, á milli klukkan 13 og 16 fyrir starfsfólk WOW air sem þarfnast frekari upplýsinga en fram koma á vefnum. 
 
Jafnframt er aðstoðað við umsókn um atvinnuleysisbætur fyrir þá sem þess óska.
 
Vinnumálastofnun draws attention to the fact that those who have worked at WOW air can apply for unemployment benefits on the institution's website. It is estimated that the processing of applications will take four to six weeks after all the documents have been received.
 
Vinnumálastofnun encourages people to start the application process as soon possible,  as unemployment benefits are paid from the day the application is received.
 
All information is available on the website vmst.is.
 
If the company is subjected to bankruptcy proceedings, people need to contact their union or lawyer and get assistance in declaring a claim in a prospective estate. No payment is made from the Wage Guarantee Fund until, first, after a claim has been declared and the liquidator has accepted the claim.
 
Tomorrow the 29th of March will be open at the Vinnumálastofnun's service offices in Kringlan 1, in Reykjavík and Krossmóa 4 in Reykjanesbær, between 13 and 16 for WOW air's staff, who need more information than is shown on the web.
An application for unemployment benefit is also assisted for those who so request
 
 

	
 

 

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.