Viltu aðstoð við fræðslumálin?

Það er fátt eðlilegt við það ástand sem nú ríkir á vinnumarkaði og fyrir marga sem bera ábyrgð á stjórnun og starfsþróun mannauðs er erfitt að skipuleggja það sem telst til fræðslu og starfsþróunar ekki vitandi hvort eða hversu margir eru eða verða starfandi á komandi vikum og mánuðum.  Engu að síður er mikilvægt að skoða þessa þætti, setja ákveðin markmið og útbúa plan A eða plan B eða jafnvel hvorutveggja. Við erum hér til að aðstoða þá sem þess óska.
 
Viltu aðstoð ?
 
Hér hjá Starfsafli er hægt að fá aðstoð við eftirfarandi:
  • skoða mögulegar leiðir í fræðslu starfsfólks
  • fá upplýsingar um námskeið og fræðsluaðila
  • skipuleggja eitt námskeið eða jafnvel setja upp einfalda fræðsluáætlun
  • fá upplýsingar um styrki (hvað er styrkhæft og möguleg endurgreiðsla)
  • fá fræðslu, ráðgjöf og stuðning
Það er einfalt mál að að hafa samband. Við mælum með því að bókaður sé tími með því að senda tölvupóst á starfsafl@starsfafl.is og við finnum tíma fyrir spjall, annaðhvort símleiðis í síma 5107550  eða komum á fundi á skrifstofu Starfsafls.  Þessi þjónusta er gjaldfrjáls öllum þeim sem eru með starfsfólk í þeim félögum sem standa að Starfsafli*  Einnig getum við bent á ráðgjafa sem starfa með sjóðnum undir merkjum Fræðslustjóra að láni en sú þjónusta er jafnframt gjaldfrjáls.
 
Verkfæri og greinar á vef Starfsafls.
 
Á vef Starfsafls má finna ýmsar greinar og annað efni sem getur gagnast þeim sem vilja skoða sín fræðslu- og starfsþróunarmál.Til að mynda er þar að finna handbók á rafrænu formi .......
 
 
Minnum á allt að 90% endurgreiðslu
 
Í april síðastliðnum samþykkti stjórn Starfsafls  allt að 90% endurgreiðslu af kostnaði vegna starfstengdra námskeiða / náms í stað 75% endurgreiðslu, til að mæta núverandi ástandi í samfélaginu.  Miðað var við tímabilið 15.mars til 15. júní 2020 sem síðan var framlengt til 30. september 2020. 
 
Hækkun styrkfjárhæðar á  við um styrki til einstaklinga sem og fyrirtækja og tekur til náms sem keypt er og reikninga sem gefnir eru út á tímabilinu 15. mars til  30. september 2020.
 
Vegna fyrirtækja:
 
Vegna styrkja til fyrirtækja gilda þær reglur sem fyrir eru en í stað 75% endurgreiðslu af kostnaði getur endurgreiðsla orðið allt að 90%. Sjá reglur hér
 
Því til viðbótar er á það bent að fyrirtæki sem hafa nú þegar fengið styrk vegna stafræns fræðsluumhverfis geta jafnframt nýtt sér þetta og fengið allt að 90% endurgreiðslu á kostnaði vegna stafrænna námskeiða sem keypt eru.  
 

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.