Sjúkrasjóður
Sjúkrasjóður VSFK
Megintilgangur sjúkrasjóðs félagsins er að greiða félagsmönnum bætur í sjúkra- og slysatilvikum, eftir að launagreiðslum frá atvinnurekanda lýkur. Ennfremur er lögð rík áhersla á margvíslegt forvarnastarf. Sjóðurinn veitir félagsmönnum fjárhagslegan stuðning vegna veikinda, slysa eða annarra tiltekinna áfalla sem þeir eða aðrir þeim nákomnir kunna að verða fyrir.
Sjúkrasjóðurinn veitir jafnframt styrki vegna líkamsræktar, sjúkraþjálfunar, krabbameinsskoðunar o.fl. Sjúkrasjóðurinn er fjármagnaður með gjaldi sem atvinnurekendur greiða. Gjaldið er 1% af launum starfsmanna.