Ráðgjöf

Ráðgjafar VIRK starfa hjá stéttarfélögum víða um land.  Á Reykjanesi starfa 3 ráðgjafar og eru þeir með aðsetur á þjónustuskrifstofum stéttarfélaganna að Krossmóa 4, 260 Reykjanesbæ. Sími hjá Virk er 421 3050
Tilgangur þjónustu VIRK er að aðstoða fólk við að komast aftur í vinnu. Um er að ræða markvissa ráðgjöf sem snýr að starfsendurhæfingu og krefst fullrar þátttöku viðkomandi einstaklings. Þjónustan er ferli sem felur í sér greiningu á stöðu og möguleikum eftir verkferlum VIRK.
http://www.virk.is

Ráðgjafar Virk á Suðurnesjum eru þær Elfa Hrund Guttormsdóttir; Ingibjörg Ósk Erlendsdóttir og Rannveig Sigríður Ragnarsdóttir.

Ingibjörg Ósk er í leyfi og á meðan leysir Guðni Erlendsson hana af. 

 

 

 

 

 

Orlofs og desemberuppbót

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.