Áskorun til lánastofnana

20.11.2023 13:42:09

Stjórn VSFK skorar á lánastofnanir að bjóða upp á alvöru aðstoð við Grindvíkinga á þessum hamfarartímum.
Lesa meira

Skrifstofa lokuð frá hádegi 16. nóvember

15.11.2023 16:15:08

Skrifstofa VSFK verður lokuð frá hádegi, fimmtudaginn 16. nóvember vegna jarðafarar.   Kveðja, Starfsfólk VSFK     The office of VSFK w...
Lesa meira

Hugur okkar allra er hjá Grindvíkingum

13.11.2023 11:44:48

Það getur enginn gert sér grein fyrir hvernig er að standa i svona aðstæðum nema þeir sem hafa þurft þess.  Við þurfum öll að standa saman og hlúa a...
Lesa meira

Orlofs og desemberuppbót

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Um félagið

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis var stofnað árið 1932. Félagið gætir hagsmuna verkafólks og sjómanna í Garði, Reykjanesbæ og Vogum. VSFK á aðild bæði að Starfsgreinasambandi Íslands og Sjómannasambandinu. Í gegnum aðildina að þessum landssamböndum, er félagið eitt af aðildarfélögum Alþýðusambands Íslands.

Helstu baráttumál dagsins í dag eru líkt og þegar félagið var stofnað – að tryggja og bæta kjör og réttindi launafólks. Verkefni dagsins snúast ekki síst um atvinnumál á svæðinu, orlofsmál, fræðslumál félagsmanna og sjúkra- og slysatryggingar, auk hefðbundinnar kjara- baráttu. Ekkert viðfangsefni sem snertir kjör og réttindi launafólks er félaginu óviðkomandi.

reiknivél launa