Aðalfundur Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis 2025

21.4.2025 00:00:00

Aðalfundur Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis 2025 verður haldinn í Krossmóa 4a, 5. hæð miðvikudaginn 23. apríl kl. 20:00. Dagskrá:...
Lesa meira

Lágmarkskauptaxtar hækka um 0,58% frá 1. apríl 2025

1.4.2025 13:14:43

Í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem undirritaðir voru 7. mars 2024 var samið um kauptaxtaauka sem felur í sér að hækki launavísitala á almenn...
Lesa meira

Laun hækka 1. apríl hjá starfsfólki Hjúkrunarheimila, ríkisstofnunum og sveitarfélaga

31.3.2025 13:27:28

Þann 1. apríl 2025 hækka laun, hjá starfsfólki Hjúkrunarheimila ( SFV samningur),  starfsfólki hjá Ríkisstofnunum og hjá starfsfólki Sveitarfélaga og ...
Lesa meira

Orlofs og desemberuppbót

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Um félagið

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis var stofnað árið 1932. Félagið gætir hagsmuna verkafólks og sjómanna í Garði, Reykjanesbæ og Vogum. VSFK á aðild bæði að Starfsgreinasambandi Íslands og Sjómannasambandinu. Í gegnum aðildina að þessum landssamböndum, er félagið eitt af aðildarfélögum Alþýðusambands Íslands.

Helstu baráttumál dagsins í dag eru líkt og þegar félagið var stofnað – að tryggja og bæta kjör og réttindi launafólks. Verkefni dagsins snúast ekki síst um atvinnumál á svæðinu, orlofsmál, fræðslumál félagsmanna og sjúkra- og slysatryggingar, auk hefðbundinnar kjara- baráttu. Ekkert viðfangsefni sem snertir kjör og réttindi launafólks er félaginu óviðkomandi.