Fræðslumál

Félagsmenn í VSFK hafa aðgang að starfsmenntasjóðum sem samið hefur verið um í kjarasamningum. Markmið starfsmenntasjóðanna er að auðvelda félagsmönnum fjárhagslega að stunda sí- og endurmenntun. Í þessu sambandi er ekki eingöngu um að ræða hefðbundið nám heldur einnig ýmis styttri námskeið og í sumum tilvikum einnig tómstundanám.
 
Félagið sér um umsýslu fyrir sjóðina. Félagsmaður sækir um styrkinn til félagsins sem sér um að afgreiða hann.
 
VSFK á aðild að Starfsafli, í samstarfi við Eflingu, Hlíf og Samtök atvinnulífsins. Ennfremur á félagið aðild að Flóamennt, sem er sjóður sömu verkalýðsfélaga, ríkisins, endurhæfingarmiðstöðva og dvalar- og hjúkrunarheimila, fyrir starfsfólk á dvalar- og hjúkrunarheimilum.
VSFK á aðild að Sjómennt fyrir hönd sjómanna sem eru í félaginu.
 
  • Félagsmenn sem vinna á almenna markaðinum sækja sína styrki úr Starfsafli.
  • Félagsmenn sem vinna hjá Sveitarfélögum og þeir sem fylgja kjarasamningum sveitarfélaga sækja sína styrki úr Bæjarsjóði.
  • Félagsmenn sem vinna hjá Ríki og hjá SFV hjá sækja sína styrki í Flóamennt

Orlofs og desemberuppbót

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.