Bæjarsjóður

Símenntunarstyrkir Bæjarsjóðs VSFK

Bæjarsjóður VSFK er starfsmenntasjóður sem félagsmenn VSFK sem starfa hjá sveitarfélögum eða þeim sem vinna undir samningi milli SGS og Sambandi íslenskra sveitarfélaga geta sótt um endurgreiðslu vegna námskeiða eða náms. Þar undir falla meðal annars starfsmenn einkarekinna leikskóla og stofnanna.

Markmið sjóðsins er að auðvelda félagsmönnum fjárhagslega að stunda sí-og endurmenntun. Þeir sem geta sótt um styrk til sjóðsins eru starfsmenn sveitarfélaga á félagssvæði VSFK og þeir félagsmenn undir samningi VSFK við sveitarfélögin og eru virkir félagsmenn.

Bæjarsjóður VSFK er í vörslu og umsjón félagsins og rekinn af félaginu.

Orlofs og desemberuppbót

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.