Úthlutunarreglur Bæjarsjóðs
Úthlutunarreglur einstaklingsstyrkja Bæjarsjóðs VSFK
-
Félagsmaður í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, sem unnið hefur og greitt félagsgjöld í 6 mánuði af síðustu 24 mánuðum á rétt á fræðslustyrk.
-
Við ákvörðun upphæðar styrkja er miðað við greidd félagsgjöld síðustu 12 mánaða. Félagsgjald af lágmarkslaunum í 100% starfi eða hærra gefur fulla styrkupphæð.
-
Fylla þarf út umsóknareyðublað og skila frumriti reiknings á skrifstofu viðkomandi stéttarfélags. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.
-
Félagsmaður sem hverfur frá vinnu heldur áunnum réttindum sínum til styrks í 3 mánuði. Að 3 mánuðum liðnum fellur réttur hans niður. Félagsmaður sem hverfur frá vinnu vegna veikinda, heimilisástæðna eða af öðrum gildum ástæðum heldur réttindi sínum til styrks í allt að 24 mánuði. Að 24 mánuðum liðnum fellur réttur hans niður.
-
Foreldrar í fæðingar- eða foreldraorlofi geta nýtt sér áunnin rétt skv. 1. gr. ef þau velja að greiða stéttarfélagsgjöld á meðan á orlofi stendur.
-
Félagsmenn í atvinnuleit halda áunnum rétti sínum eins og hann var við starfslok ef þeir velja að greiða stéttarfélagsgjöld af atvinnuleysisbótum.
Upphæðir endurgreiðslu
Hámarksgreiðsla á ári er í kr. 130.000,- fyrir almennt nám og lífsleikninámskeið samanlagt. Tekur gildi 1. janúar 2020 og tekur til reikninga sem gefnir eru út frá og með þeim tíma. Aldrei er greitt meira en 75% af kostnaði við starfstengt, almennt nám og lífsleikninám (tómstundanám).
Námskeið sem falla undir lífsleikni eru styrkt að hámarki kr. 30.000,- á ári.
Félagsmenn sem ekki hafa íslensku sem móðurmál geta sótt um endurgreiðslu vegna íslenskukennslu eftir að hafa greitt til félagsins í 1 mánuð.
Félagsmenn sem ekki hafa nýtt sér rétt sinn síðustu þrjú ár eiga rétt á styrk allt að 390.000 kr. fyrir eitt samfellt námskeið samkvæmt nánari reglum sjóðsins. Tekur gildi 1. janúar 2020 og tekur til reikninga sem gefir eru út frá og með þeim tíma.
Skólafélags-/nemendafélagsgjöld eru ekki endurgreidd né ferða-, leyfis-, prófa-, efnis- eða bókakostnaður.
Styrkir vegna náms- og kynnisferða stofnana
Við mat á umsóknum um styrk til stofnunar vegna náms- og kynnisferða starfsmanna þarf að fylgja:.
- Ferðalýsing / Dagskrá ferðar.
- Yfirlit yfir kostnað.
- Staðfesting frá vinnustað um þátttöku í ferðinni.
Hægt er að fá eftirfarandi styrki fyrir náms-og kynnisferðum:
- Náms- og kynnisferðir erlendis allt að 130.000 kr.
- Náms- og kynnisferðir innanlands allt að 30.000 kr
Hægt er að fá ferðastyrki á fjögurra ára fresti.