Umsókn um fræðslustyrk Flóamenntar

Hægt er að sækja um fræðslustyrk með því að skila umsóknareyðublaði, kvittun fyrir námskeiði (frumrit) og síðasta launaseðli á skrifstofu félagsins eða með því að setja gögn í póstkassa félagsins á 1. hæð.

Eins er hægt að senda gögnin í tölvupósti.

Þá þarf að vista umsóknareyðublaðið í tölvu, fylla það út og senda það sem viðhengi ásamt kvittun og síðasta launaseðli á netfangið johann@vsfk.is.

Með umsókn skal skila: Frumriti reiknings sem er á nafni félagsmanns þar sem fram kemur nám/námskeiðslýsing, nafn og kennitala fræðsluaðila. Ef ekki kemur fram staðfesting á greiðslu á reikningi þarf að skila til viðbótar staðfestingu á greiðslu, t.d. úr heimabanka eða greiðslukvittun frá viðkomandi skóla/fyrirtæki. Félagsmenn sem eru á skrá hjá Vinnumálastofnun þurfa einnig að skila inn staðfestingu um styrkupphæð frá stofnuninni með umsókn, óháð hvort þeir fengu styrk eða ekki. Vegna umsóknar um styrk fyrir nám eða námskeið sem tekið er erlendis þarf að leggja fram frumrit reiknings á upprunalegu tungumáli og á ensku, staðfestingu á greiðslu úr heimabanka og eins þarf að vera sundurliðuð kostnaðarskipting. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.

Umsóknareyðublað

 

Orlofs og desemberuppbót

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.