Úthlutunarreglur Flóamenntar

Til að fá styrk þarf félagsmaður að hafa greitt í 6 mánuði af síðustu 24 mánuðum og að hafa verið félagsmaður þegar nám var greitt. Félagsmaður hefur 3 mánuði til að skila inn umsókn eftir að hann hættir að vinna en verður að hafa verið í félaginu þegar námið var greitt.
 
Frá og með 1. Janúar 2023 er greitt 100% af kostnaði námskeiðs en hámarksstyrkur á ári fyrir allar tegundir styrkja (nám, námskeið, ferðir) er 130.000 kr. ef félagsmaður á full réttindi í sjóðnum. Annars í hlutfalli við vinnu sl. 12. mánuði.
 
Hámarksstyrkur á ári fyrir tómstundastyrki er 30.000 kr. ef félagsmaður á full réttindi í sjóðnum. Annars í hlutfalli við vinnu sl. 12. mánuði. Upphæðin er hluti af 130.000 kr. hámarksstyrknum.
 
Félagsmenn sem hafa greitt samfellt til félagsins sl. 3 ár og ekki nýtt sér rétt sinn til styrks geta átt rétt á styrk allt að 390.000 kr. fyrir eitt samfellt starfstengt nám samkvæmt nánari reglum sjóðsins.
 
Áréttað er að félagsmaður hefur 3 mánuði til að skila inn umsókn eftir að hann hættir að vinna og greitt er fyrir nám/námskeið sem hófst á meðan umsækjandi greiddi til félagsins.
 
Félagsmenn sem ekki hafa íslensku sem móðurmál geta sótt um endurgreiðslu vegna íslenskukennslu eftir að hafa greitt til félagsins í 1 mánuð.

Orlofs og desemberuppbót

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.