Starfsafl

Starfsafl - starfsmennt Samtaka Atvinnulífsins og Flóabandalagsins varð til í tengslum við kjarasamninga vorið 2000. Þá var samið um stofnun sérstaks sjóðs sem ætlað er að byggja upp menntun ófaglærðra.  Símenntun starfsmanna er lykill fyrirtækja að betra starfsumhverfi, aukinni framleiðni og styrkir samkeppnisstöðu þeirra. Fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins geta sótt um styrk til að vinna sérstök starfsmenntaverkefni sem hafa fræðslu að markmiði.

Markmið Starfsafls:

  • Hafa frumkvæði að þróunarverkefnum í starfsmenntun.
  • Leggja áherslu á kynningar-og hvatningarstarf er tengist starfsmenntun. Þannig verði stuðlað að aukinni starfsmenntun í íslensku atvinnulífi fyrir ófaglærða starfsmenn.
  • Kanna þörf atvinnulífsins fyrir starfsmenntun ófaglærðs verkafólks.
  • Leita eftir viðræðum við stjórnvöld um fyrirkomulag fullorðinsfræðslu.

Starfsafl styrkir:

  • Nýjungar í námsefnisgerð
  •  Endurskoðun námsefnis
  •  Rekstur námskeiða
  •  Einstaklinga og fyrirtæki vegna starfsmenntunar samkvæmt nánari reglum stjórnar

 

Nánari upplýsingar um úthlutun

Orlofs og desemberuppbót

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.