Úthlutunarreglur Starfsafls

Úthlutunarreglur einstaklingsstyrkja Starfsafls

 1. Félagsmaður í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, sem unnið hefur og greitt félagsgjöld í 6 mánuði af síðustu 24 mánuðum á rétt á fræðslustyrk.
   
 2. Við ákvörðun upphæðar styrkja er miðað við greidd félagsgjöld síðustu 12 mánaða. Félagsgjald af lágmarkslaunum í 100% starfi eða hærra gefur fulla styrkupphæð.
   
 3. Fylla þarf út umsóknareyðublað og skila frumriti reiknings á skrifstofu viðkomandi stéttarfélags. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.
   
 4. Tekið er við umsóknum til og með 20. hvers mánaðar og greitt er fyrsta virka dag í mánuði inn á bankareikning viðkomandi.
   
 5. Áunnin réttindi félagsmanna innan Starfsafls og/eða Landsmenntar eða VR haldast óbreytt þrátt fyrir flutning á milli sjóða, samkvæmt nánari reglum.
   
 6. Félagsmaður sem hverfur frá vinnu heldur áunnum réttindum sínum til styrks í 3 mánuði. Að 3 mánuðum liðnum fellur réttur hans niður. Félagsmaður sem hverfur frá vinnu vegna veikinda, heimilisástæðna eða af öðrum gildum ástæðum heldur réttindi sínum til styrks í allt að 24 mánuði. Að 24 mánuðum liðnum fellur réttur hans niður.
   
 7. Foreldrar í fæðingar- eða foreldraorlofi geta nýtt sér áunnin rétt skv. 1. gr. ef þau velja að greiða stéttarfélagsgjöld á meðan á orlofi stendur.
   
 8. Félagsmenn í atvinnuleit halda áunnum rétti sínum eins og hann var við starfslok ef þeir velja að greiða stéttarfélagsgjöld af atvinnuleysisbótum.

Upphæðir endurgreiðslu

Hámarksgreiðsla er 130.000 kr. fyrir nám og lífsleikninámskeið samanlagt. Tekur gildi 1. janúar 2020 og tekur til reikninga sem gefnir eru út frá og með þeim tíma.

Námskeið sem falla undir lífsleikni eru styrkt að hámarki kr. 30.000 kr. á ári.

Félagsmenn sem ekki hafa íslensku sem móðurmál geta sótt um endurgreiðslu vegna íslenskukennslu eftir að hafa greitt til félagsins í 1 mánuð.

Félagsmenn sem ekki hafa nýtt sér rétt sinn síðustu þrjú ár eiga rétt á styrk allt að kr. 390.000 kr. fyrir eitt samfellt námskeið samkvæmt nánari reglum sjóðsins. Tekur gildi 1. janúar 2020 og tekur til reikninga sem gefir eru út frá og með þeim tíma.

Aldrei er greitt meira en 75% af kostnaði við starfstengt, almennt nám og lífsleikninám (tómstundanám).

Til viðbótar við almennt- og starfstengt nám er eftirfarandi styrkt:

 • Áhugasviðsgreiningar sem teknar eru undir handleiðslu náms- og starfsráðgjafa
 • Skólagjöld í framhaldsskóla, þ.m.t. efniskostnaður sem telst til hluta skólagjalda en undanskilin eru öll gjöld sem teljast valfrjáls, s.s. skólafélags- og nemendafélagsgjöld.
 • Prófa- og skírteinisgjöld sem órjúfanlegur hluti af námi /námslokum
 • Starfstengd markþjálfun sem nemur  að hámarki 12 tímum innan almanaksárs. Á reikningi verður að koma fram að þjálfunin sé starfstengd, fjöldi tíma og staðfesting á ACC vottun markþjálfa
 • Ökutímar eru styrktir frá og með 1. janúar 2022.

Ferðastyrkur

Þegar félagsmaður ferðast erlendis í tengslum við starfstengt nám, námskeið eða ráðstefnu, getur hann sótt um ferðastyrk.

Styrkurinn er eingöngu vegna flugs (ekki rútu, leigubíla eða annars).
 • Hámarksferðakostnaður er kr. 40.000 kr. á ári en að hámarki 50% af reikningi.
 • Með umsókn þarf að fylgja með staðfesting á námi, námskeið eða ráðstefnu, sem sótt er og greitt er fyrir af félagsmanni.
 • Ferðakostnaður telst til einstaklingsstyrks og fellur undir reglur þar um.Í því felst að hámarksgreiðsla á ári er kr. 130.000,- fyrir starfstengt nám, námskeið eða ráðstefnu og kostnað vegna ferðar samanlagt (f.o.m.1. janúar 2020)

Að öðru leyti gilda reglur um einstaklingsstyrki og skil á gögnum.
Vegna umsóknar um styrk fyrir nám eða námskeið sem tekið er erlendis þarf að leggja fram frumrit reiknings á upprunalegu tungumáli og á ensku. Þá verður að vera sundurliðuð kostnaðarskipting, þ.e. ekki er greitt fyrir ferðir, gistingu og uppihald. Brýnt er að allur texti sé skýr og skilmerkilegur. Sé þýðing ekki fyrir hendi fæst ekki greiddur styrkur.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Starfsafls.

 

Orlofs og desemberuppbót

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.