Flóamennt

1. gr. Sjóðurinn heitir Þróunar- og símenntunarsjóður Eflingar / Hlífar / Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og ríkis / endurhæfingarmiðstöðva / dvalar- og hjúkrunarheimila. Heimili sjóðsins og varnarþing er í Reykjavík. Sjóðurinn starfar annars vegar á grundvelli greinar 10.3.1 í kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, dagsettum 7. apríl 2004, sbr. bókun 2 og viðbótarbókunar, dagsettri 22. mars 2005, við bókun 2, með kjarasamningnum.

Hins vegar starfar sjóðurinn á grundvelli samkomulags Eflingar og endurhæfingarmiðstöðva, dvalar- og hjúkrunarheimila dagsett 11. júní 2004. Sjóðurinn starfar með því skipulagi og markmiði sem segir í þessum reglum. 2. gr. Sjóðurinn skal rekinn sem deildaskiptur sjóður í tveimur deildum. Annars vegar er það þróunar- og stofnanadeild og hins vegar starfs- og símenntunardeild. Stjórn sjóðsins setur hvorri deild fyrir sig nánari reglur um úthlutun. 3. gr.

Markmið sjóðsins er annars vegar að efla starfs- og símenntun starfsmanna með það fyrir augum að þeir verði færari til að takast á við sífellt fjölbreyttari verkefni og hins vegar að auka möguleika stofnana á að þróa starfsvið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til stofnana á hverjum tíma. Til þess að ná framangreindum markmiðum verður m.a. leitað samstarfs við önnur stéttarfélög, einstakar stofnanir eða ráðuneyti til að koma á starfstengdum námskeiðum í þessu skyni sem starfsmenn geti sótt án verulegs kostnaðar. 4. gr.

Sjóðurinn sinnir hlutverki sínu með eftirfarandi hætti: a) Þróunar- og stofnanadeild Hlutverk deildarinnar er að veita styrki til fræðsluverkefna á sviði símenntunar sem eru í samræmi við markmið sjóðsins til 1.stofnana og vinnuveitenda sem í sjóðinn greiða 2.stéttarfélaga sem að sjóðnum standa 3.verkefna sem sjóðsstjórn skipuleggur b) Starfs- og símenntunardeild Hlutverk deildarinnar er að gefa félagsmönnum stéttarfélaga sem aðild eiga að sjóðnum, kost á að geta sótt án verulegs kostnaðar starfsnám og símenntun sem geri þeim m.a. mögulegt að taka að sér vandasamari störf. Í samræmi við markmið deildarinnar eru veittir styrkir til einstakra félagsmanna.

Jafnframt styrkja báðar deildirnar verkefni sem aðilar semja sérstaklega um í kjarasamningi.

Orlofs og desemberuppbót

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.