Sjómennt

                                                          
Markmið
Samningsaðilar eru sammála um mikilvægi starfsmenntunar fyrir íslenskt atvinnulíf. Aukin hæfni og starfstengd menntun félagsmanna aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands eru nauðsynlegir þættir í meiri framleiðni og bættri samkeppnisstöðu útgerða íslenskra fiskiskipa. Útgerðirnar þarfnast vel menntaðra sjómanna sem geta mætt nýjum þörfum og breyttum kröfum. Mikilvægt er að framboð á námi og námsefni svari þörfum útgerðarinnar á hverjum tíma.
Á samningstímabilinu munu samningsaðilar vinna að starfsmenntun sjómanna. Markmiðið er að treysta stöðu sjómanna á vinnumarkaði með því að gefa þeim kost á að efla og endurnýja þekkingu sína og gera þá hæfari til að takast á við ný og breytt verkefni. Sjómenn eigi þannig kost á námi hver á sínu sviði í tengslum við starf sitt.
Með starfsmenntun er í samkomulagi þessu einkum átt við eftir- og endurmenntun sjómanna til að auka hæfni þeirra til að sinna nýjum og breyttum störfum um borð í fiskiskipum.

Skipan verkefnisstjórnar
Verkefnisstjórn skal skipuð þremur fulltrúum stéttarfélaganna, tveimur fulltrúum frá Samtökum atvinnulífsins og einum fulltrúa félagsmálaráðherra.

Hlutverk verkefnisstjórnar
Meginhlutverk verkefnisstjórnarinnar er að sinna stuðningsverkefnum og þróunar- og hvatningaraðgerðum í starfsmenntun fyrir sjómenn.

Hún skal vinna að eftirfarandi:
·             Hafa frumkvæði að þróunarverkefnum í starfsmenntun.
·             Kanna þörf útgerða fyrir starfsmenntun sjómanna.
·             Leita eftir viðræðum við stjórnvöld um fyrirkomulag fullorðinsfræðslu.
·             Styrkja nýjungar í námsefnisgerð og endurskoðun námsefnis.
·             Styrkja rekstur námskeiða.
·             Veita einstaklingum og útgerðum styrki vegna starfsmenntunar samkvæmt nánari reglum verkefnisstjórnar.

Stuðningur við rekstur námskeiða
Verkefnastjórnin getur ákveðið að forsenda styrkveitinga til reksturs námskeiða sé sú að hluti af rekstrarkostnaði þeirra sé borinn af þátttökugjöldum.

Jafnan skulu samstarfsverkefni á vegum tveggja eða fleiri óskyldra aðila njóta forgangs. Hvatt er til samstarfs sjómanna og útgerða.

Fjármál
Verkefninu verða tryggðar 45 milljónir króna á samningstímanum frá Atvinnuleysistryggingasjóði, með sambærilegum hætti og starfsmenntaverkefnunum Starfsafli og Landsmennt, sem eru átak í starfsfræðslumálum ófaglærðra.

Að auki geta einstök verkefni verið fjármögnuð með styrkjum úr starfsmenntasjóðum og beinum tekjum af rekstri námskeiða.

Samstarf við aðra aðila
Með starfi sínu og styrkveitingum skal verkefnisstjórnin leitast við að eiga samstarf við hina ýmsu aðila sem að starfsmenntun koma með það að markmiði að samræma sjónarmið og skapa þannig breiðari stuðning við verkefni.

Mat á árangri
Í ljósi vaxandi krafna um mælanlegan árangur í starfsmenntun skal koma upp kerfi sem tryggir að fjármunir séu vel nýttir og að hægt sé að koma við formlegu mati á verkefninu og einstökum þáttum þess.

Haustið 2003 skulu samningsaðilar fá óháðan aðila til að leggja mat á árangur verkefnisins og hvaða ávinningi það hefur skilað fyrir sjávarútveginn.  Með hliðsjón af þeirri niðurstöðu skal taka ákvörðun um hvort af áframhaldandi samstarfi verði. Skýrsla þar um skal liggja fyrir eigi síðar en í janúar 2004.

Sjá heimasíðu Sjómenntar

Orlofs og desemberuppbót

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.