1. maí í Reykjanesbæ

Stéttarfélögin í Reykjanesbæ og nágrenni óska félagsmönnum sínum og öðrum íbúum Suðurnesja gleðilegrar hátíðar á baráttudegi verkalýðsins 1. maí.

Yfirskrift dagsins þetta árið er:

Réttlæti, jöfnuður, velferð

Á þessum degi fögnum við því sem áunnist hefur í réttindabaráttu verkalýðs í gegnum tíðina og leggjum áherslur á nýjar og breyttar kröfur í þágu verkamanna.
 
Stéttarfélögin á Suðurnesjum bjóða félagsmönnum og öðrum íbúum svæðisins á baráttufund í Krossmóa 4, 5. hæð. milli klukkan 14 og 16 og munu starfsmenn félaganna taka á móti fólki, bjóða upp á kaffi og veitingar meðan húsrúm leyfir.
 
Guðmundur Hermannsson spilar ljúfa tónlist og Valdimar mun koma við og taka nokkur lög fyrir gesti. Eins mun Leikfélag Keflavíkur koma og skemmta og formenn félaganna ávarpa gesti.
 
Stéttarfélögin í Krossmóa verða einnig með opið hús á skrifstofum félaganna á 4. hæð og hvetjum við fólk til að koma við og kynna sér starfsemi þeirra.
 
Að venju bjóða stéttarfélögin upp á bíósýningu fyrir börnin kl. 13.00.
 
1. maí í Reykjanesbæ

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.