1. maí

Stéttarfélögin í Reykjanesbæ og nágrenni óska félagsmönnum sínum og öðrum
íbúum Suðurnesja gleðilegrar hátíðar á baráttudegi verkalýðsins 1. maí.


Yfirskrift dagsins þetta árið er Við vinnum!

Með samstöðu getum við náð fram brýnum kjarabótum fyrir þau okkar sem helst þurfa. Við höfum unnið marga sigra í gegnum tíðina og munum vinna marga fleiri. Í haust losna kjarasamningar á almennum markaði og þá stöndum við saman til að vinna okkar málefnum brautargengi.

Að þessu sinni ætla stéttarfélögin að bjóða félagsmönnum og öðrum íbúum svæðisins á skrifstofur félagana til að kynna sér starfsemi þeirra í tilefni dagsins 1. maí.

Við verðum með opið hús í Krossmóa 4, 4. hæð  milli klukkan 14 og 16 og munu starfsmenn félaganna taka á móti fólki , bjóða upp á léttar veitingar, kaffisopa og spjall.

Við hvetjum fólk til að kíkja við.

Að venju bjóða stéttarfélögin upp á bíó-sýningu fyrir börnin kl. 15.00

1. maí 2022
 

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.