Ályktun stjórnar Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis

 

 

Ályktun stjórnar Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis  um kjaradeiluna í Straumsvík.

Hvetur til samstöðu starfsmanna í Straumsvík og allrar verkalýðshreyfingarinnar.

Kjaradeila stéttarfélaganna í álverinu í Straumsvík við  Rio Tinto Alcan  hefur staðið  á fjórtánda mánuð.  Rio Tinto Alcan hefur komið fram af ótrúlegu virðingarleysi og hroka við starfsmenn í álverinu, vinnumarkaðinn hér á landi og íslensk stjórnvöld.

Framkoma Rio Tinto Alcan við viðsemjendur sína  snýst ekki bara um kaup og kjör í álverinu  heldur er hún aðför að íslenskum vinnumarkaði í heild sinni. Verkalýðshreyfingin á Íslandi verður að bregðast við með samrofa samstöðu með starfsmönnum álversins til að brjóta á bak aftur fyrirætlan fyrirtækisins.

Stjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis skorar  á Rio Tinto Alcan að ganga nú þegar í stað til samninga við launafólk í álverinu og skapa sátt á íslenskum vinnumarkaði. Að öðrum kosti verða verkalýðshreyfingin og atvinnurekendasamtökin ásamt stjórnvöldum að koma að deilunni þar sem þessir aðilar lögðu línurnar þegar verksmiðjurekstur hófst í Straumsvík.

 

Reykjanesbær  17. febrúar 2015

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.