Áskorun til lánastofnana

Stjórn VSFK skorar á lánastofnanir að bjóða upp á alvöru aðstoð við Grindvíkinga á þessum hamfarartímum. 
 
Þær aðstæður sem Grindvíkingar takast á við núna eru erfiðari en nokkur sá sem ekki hefur tekist á við, getur ímyndað sér. Fólk er að missa aleiguna, fjárhagsleg afkoma og framtíð er í óvissu og fólk býr í tímabundnu húsnæði í algjörri óvissu um hvenær og hvort það getur snúið aftur til heimili síns.
 
Við teljum mikilvægt að þau úrræði sem Grindvíkingum standi til boða séu ekki einungis tilfærsla á greiðslum. Heldur alvöru greiðsluhlé þar sem fallið er frá vöxtum og verðbótum í að minnsta kosti 3 mánuði. 
 
Það er mikilvægt að allir komi að þessu stóra verkefni og skorum við því á allar lánastofnanir að taka þátt í því. 
 
Stjórn Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.