Áskorun til lánastofnana
Stjórn VSFK skorar á lánastofnanir að bjóða upp á alvöru aðstoð við Grindvíkinga á þessum hamfarartímum.
Þær aðstæður sem Grindvíkingar takast á við núna eru erfiðari en nokkur sá sem ekki hefur tekist á við, getur ímyndað sér. Fólk er að missa aleiguna, fjárhagsleg afkoma og framtíð er í óvissu og fólk býr í tímabundnu húsnæði í algjörri óvissu um hvenær og hvort það getur snúið aftur til heimili síns.
Við teljum mikilvægt að þau úrræði sem Grindvíkingum standi til boða séu ekki einungis tilfærsla á greiðslum. Heldur alvöru greiðsluhlé þar sem fallið er frá vöxtum og verðbótum í að minnsta kosti 3 mánuði.
Það er mikilvægt að allir komi að þessu stóra verkefni og skorum við því á allar lánastofnanir að taka þátt í því.
Stjórn Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis