Átak og samstarf í vinnustaðaeftirliti

Átak og samstarf í vinnustaðaeftirliti

VSFK hefur tekið upp samstarf um eftirlit á vinnustöðum við þrjú stéttarfélög, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerði og Verkalýðsfelagið Hlíf í Hafnarfirði.

Alise Lavrova hefur verið ráðin starfsmaður eftirlitsins, en hún hefur víðtæka reynslu af  vinnustaðaeftirliti. Um er að ræða tímabundið samstarfsverkefni, sem hægt er að framlengja ef þörfin verður til staðar í lok tímabils og vel gengur.

Vinnustaðaeftirlitið er hluti af „Vinnustaðaeftirliti ASÍ“ og starfar náið með öðrum þátttakendum í því. Í því felst m.a., að kerfi ASÍ er nýtt til skráningar og utanumhald um mál og starfsmaður tekur virkan þátt í fundum og samráði með öðrum félögum.

Með þessu samstarfi er hægt að stórefla vinnustaðaeftirlitið og fjölga eftirlitsferðum og binda félögin miklar vonir við árangur af samstarfinu.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.