Átak um vinnuaðbúnað hótelþerna

Í dag hefst alþjóðlegt átak til að vekja athygli á aðbúnaði hótelþerna.

Dagana 3. til 10. desember næstkomandi vekja stéttarfélög víða um heim athygli á vinnuaðbúnaði hótelþerna og beina kastljósinu að þessum erfiðu störfum sem unnin eru daglega á milljónum hótela um allan heim.  Markmiðið með þessar alþjóðaherferð er að opna augu hótelgesta fyrir þessum störfum en um leið þrýsta á atvinnurekendur að bæta starfsaðbúnað og starfskjör þeirra sem sinna hótelþrifum.

Mikilvægt er að minna alla þá sem nýta sér hótel hér á landi eða annars staðar að hótelþernur og annað hótelstarfsfólk vinnur mikilvæg og oft á tíðum vanþakklát störf. Þau eru flest á lágum launum, starfa við erfiðan aðbúnað, undir miklu álagi, en þrátt fyrir það reyna þau á hverjum degi að gera vist þina eins ánægjulega og hægt er. 

Grein um aðbúnað og starfsskilyrði hótelþerna

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.