Atkvæðagreiðla um kjarasamninga hafin

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins er hafin. Félagsmönnum hafa verið sendir atkvæðaseðlar og þarf að póstleggja þá ekki síðar en 18. janúar. Einnig er hægt að skila þeim á skrifstofu Hlífar að Reykjavíkurvegi 64 í Hafnarfirði og lengist þá skilafrestur fram til 22. janúar. Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.
 

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.