Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning á milli Eflingar, Hlífar og VSFK og Sambands íslenskra sveitarfélaga en skrifað var undir samninginn 1. júlí síðast liðinn. Kjörseðlar hafa verið sendir til félagsmanna Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis sem starfa hjá sveitarfélögum á Suðurnesjum ásamt kynningarbæklingi um efni samningsins. Niðurstöður eiga að liggja fyrir þann 28. júlí næstkomandi. Stéttarfélögin hvetja viðkomandi félagsmenn til að kynna sér efni samningsins vel og taka þátt í atkvæðagreiðslunni.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.