Baráttufundur 1. maí 2024
Sterk hreyfing, sterkt samfélag!
Stéttarfélögin á Suðurnesjum óska félagsfólki og fjölskyldum þeirra til hamingju með baráttudag verkafólks þann 1.maí.
Á þessum degi fögnum við því sem áunnist hefur í réttindabaráttu verkafólks í gegnum tíðina og leggjum áherslur á nýjar og breyttar kröfur í þágu vinnandi stétta.
Stéttarfélögin á Suðurnesjum bjóða félagsfólki og öðrum íbúum svæðisins á baráttufund í Stapa, Hljómahöll kl.14:00 til 16:00.
Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Dagskrá
- Mummi Hermanns leikur ljúfa tóna.
- Guðbjörg Krismundsdóttir, formaður VSFK, setur dagskrá.
- Ræðumaður dagsins er Hilmar Harðarson, formaður FIT.
- Bjartmar Guðlaugsson tekur nokkra klassíska slagara.
- Guðlaugur Ómar frá Leikfélagi Keflavíkur.
- Karlakór Keflavíkur slær botninn í dagskrána.
Að venju bjóða stéttarfélögin upp á ókeypis bíósýningu fyrir börnin kl. 13 í Sambíóinu við Hafnargötu.