Baráttufundur 1. maí 2024

Sterk hreyfing, sterkt samfélag!

Stéttarfélögin á Suðurnesjum óska félagsfólki og fjölskyldum þeirra til hamingju með baráttudag verkafólks þann 1.maí.

Á þessum degi fögnum við því sem áunnist hefur í réttindabaráttu verkafólks í gegnum tíðina og leggjum áherslur á nýjar og breyttar kröfur í þágu vinnandi stétta.
 
Stéttarfélögin á Suðurnesjum bjóða félagsfólki og öðrum íbúum svæðisins á baráttufund í Stapa, Hljómahöll kl.14:00 til 16:00.
 
Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
 
Dagskrá
  • Mummi Hermanns leikur ljúfa tóna.
  • Guðbjörg Krismundsdóttir, formaður VSFK, setur dagskrá.
  • Ræðumaður dagsins er Hilmar Harðarson, formaður FIT.
  • Bjartmar Guðlaugsson tekur nokkra klassíska slagara.
  • Guðlaugur Ómar frá Leikfélagi Keflavíkur.
  • Karlakór Keflavíkur slær botninn í dagskrána.

Að venju bjóða stéttarfélögin upp á ókeypis bíósýningu fyrir börnin kl. 13 í Sambíóinu við Hafnargötu.

 

1. maí 2024

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.