Breytingar á stjórn VSFK

Jóhannes D. Halldórsson fráfarandi formaður.

Á aðalfundi VSFK þann 26.apríl s.l urðu breytingar á stjórn VSFK.  Jóhannes D Halldórsson lét af störfum sem varaformaður.  Jóhannes hefur setið í stjórn VSFK síðan 1994, og var lengst af formaður orlofsnefndar. Nýr varaformaður er Guðbjörg Kristmundsdóttir en hún tók sæti í stjórn félagsins sem ritari í maí 2015.

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis þakkar Jóhannesi fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og býður Guðbjörgu velkomna í starf varaformanns og óskar henni farsældar í starfi.

 

Aðalfundur VSFK 2016

 

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.