Breytingar á stjórn VSFK
Á aðalfundi VSFK þann 26.apríl s.l urðu breytingar á stjórn VSFK. Jóhannes D Halldórsson lét af störfum sem varaformaður. Jóhannes hefur setið í stjórn VSFK síðan 1994, og var lengst af formaður orlofsnefndar. Nýr varaformaður er Guðbjörg Kristmundsdóttir en hún tók sæti í stjórn félagsins sem ritari í maí 2015.
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis þakkar Jóhannesi fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og býður Guðbjörgu velkomna í starf varaformanns og óskar henni farsældar í starfi.