Engin hækkun á skóladagvistun og innan við 1% hækkun á leikskólagjöldum

Vistun eftir skóla ásamt hressingu hefur almennt hækkað í verði hjá 15 stærstu sveitarfélögum á Íslandi, samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ. Hjá Reykjanesbæ var þó engin hækkun á milli áranna 2015 og 2016. Sömu sögu er að segja af Vestmannaeyjum og Fljótdalshéraði þar sem engin hækkun var á milli ára. Mánaðargjald fyrir eitt barn í skóladagvistun í þrjá tíma, fimm daga vikunnar ásamt hressingu er 16.000 krónur hjá Reykjaesbæ. Hæst er verðið hjá Garðabæ, 25.980 krónur og lægst í Vestmannaeyjum, 14.165 krónur. Verðmunurinn eru 11.815 krónur eða 83 prósent. 

Tólf sveitarfélög af þeim fimmtán sem eru til skoðunar hafa hækkað hjá sér gjaldskrána fyrir skóladagvistun með hressingu á milli ára. Mesta hækkun á gjaldskránni er 5 prósent hjá Mosfellsbæ og Hafnarfjarðarkaupstað, úr 18.900 krónum í 19.845 krónur hjá Mosfellsbæ og úr 16.545 krónum í 17.311 krónur hjá Hafnarfjarðarkaupstað. Hin sveitarfélögin hafa hækkað gjaldskránna um 1 til 4 prósent, nema þau þrjú sem áður voru nefnd og hækka ekki.

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði einnig breytingar á gjaldskrám leikskóla og fæðis hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. febrúar 2015 til 1. janúar 2016. Nær öll sveitarfélögin hafa hækkað gjaldskránna, nema Seltjarnarneskaupstaður sem hefur lækkað hana. Hjá Reykjanesbæ var gjald fyrir átta tíma vistun hækkað um 0,8 prósent, sem er með því lægsta meðal 15 stærstu sveitarfélaganna. Gjaldið í Reykjanesbæ fór úr 33.320 krónum í fyrra í 33.570 krónur í ár. Lægra gjald er fyrir forgangshópa og nam hækkun á milli ára í Reykjanesbæ 0,9%. Í janúar 2015 var gjaldið fyrir 8 tíma vistun með fæði 27.120 krónur en er nú 27.370 krónur.

Könnun verðlagseftirlits ASÍ sýndi mikinn verðmun á hæstu og lægstu gjaldskrá sveitarfélagana fyrir 8 tíma vistun ásamt fæði. Hæsta gjaldið fyrir þessa þjónustu er 37.570 krónur hjá Garðabæ en lægst á 25.280 krónur hjá Reykjavíkurborg sem er 12.290 kr. verðmunur á mánuði eða 49 prósent.

Mesta gjaldskrárhækkunin var 5,3 prósent hjá Sveitarfélaginu Skagafirði úr 32.597 krónum í 34.327 krónur eða um 1.730 kr. á mánuði og um 5,1 prósent hjá Vestmannaeyjabæ úr 34.305 krónum í 36.068 krónur, um 4,5% hjá Kópavogsbæ, um 4 prósent hjá Akureyrarkaupstað og milli 3 og 4 prósent hjá Garðabæ, Fljótdalshéraði,  Akraneskaupstað, Fjarðarbyggð og Árborg.

Seltjarnarneskaupstaður er eina sveitarfélagið sem hefur lækkað gjaldskrána á milli ára en 2015 kostaði mánuðurinn 31.479 krónur en nú 25.495 krónur sem er 5.984 króna lækkun eða 19 prósent, en það gera 65.824 krónur miðað við 11 mánuði á ári.

Hér fyrir neðan er hægt að lesa ítarlegar um verðkönnunina og framkvæmd hennar

Skóladagvistun og skólamáltíðir - Yfirlitstafla 
 

Leikskólar gjaldskrár

 

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.