Fékk 35.000 kr. fyrir að svara

Vinningshafi í Gallup könnun

Þorkell Yngvason fékk 35.000 kr. fyrir að taka þátt í Gallup könnun Flóafélaganna en niðurstöður könnunarinnar verða notaðar til að móta starfsemi félagsins og kröfugerð í komandi kjarasamningum. 

Þegar Þorkeli var tilkynnt um vinninginn sagði hann " Þetta kemur mér ánægjulega á óvart, ég sem hef aldrei unnið neitt - Þetta mun koma sér vel, kærar þakkir fyrir mig"

VSFK þakkar öllum þeim sem tóku þátt í könnuninni og óskar Þorkeli innilega til hamingju með vinninginn. 

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.