Fékk 35.000 kr. fyrir að svara

Vinningshafi í Gallup könnun
Þorkell Yngvason fékk 35.000 kr. fyrir að taka þátt í Gallup könnun Flóafélaganna en niðurstöður könnunarinnar verða notaðar til að móta starfsemi félagsins og kröfugerð í komandi kjarasamningum.
Þegar Þorkeli var tilkynnt um vinninginn sagði hann " Þetta kemur mér ánægjulega á óvart, ég sem hef aldrei unnið neitt - Þetta mun koma sér vel, kærar þakkir fyrir mig"
VSFK þakkar öllum þeim sem tóku þátt í könnuninni og óskar Þorkeli innilega til hamingju með vinninginn.