Fékk 40.000.- kr. fyrir að svara
Jan Sebastian Balos starfsmaður hjá Nesfisk í Garði fékk 40.000 kr. fyrir að taka þátt í Gallup könnun Flóafélaganna en niðurstöður könnunarinnar verða notaðar til að móta starfsemi félagsins og kröfugerð í komandi kjarasamningum.
Þegar Jan Sebastian var tilkynnt um vinninginn í síma með túlk var hann hoppandi ánægður og sagði að þetta kæmi sér vel, "kærar þakkir fyrir mig" Sólveig Sigrún unnusta Jans kom á skrifstofu VSFK og tók á móti vinningnum fyrir hans hönd (sjá mynd)
VSFK þakkar öllum þeim sem tóku þátt í könnuninni og óskar Jan Sebastian innilega til hamingju með vinninginn.