Fékk 40.000.- kr. fyrir að svara

Jan Sebastian Balos starfsmaður hjá Nesfisk í Garði fékk 40.000 kr. fyrir að taka þátt í Gallup könnun Flóafélaganna en niðurstöður könnunarinnar verða notaðar til að móta starfsemi félagsins og kröfugerð í komandi kjarasamningum. 

Þegar Jan Sebastian var tilkynnt um vinninginn í síma með túlk var hann hoppandi ánægður og sagði að þetta kæmi sér vel, "kærar þakkir fyrir mig" Sólveig Sigrún unnusta Jans kom á skrifstofu VSFK og tók á móti vinningnum fyrir hans hönd (sjá mynd)

VSFK þakkar öllum þeim sem tóku þátt í könnuninni og óskar Jan Sebastian innilega til hamingju með vinninginn. 

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.