Félagsmannasjóður VSFK

Allir félagsmenn sem störfuðu hjá sveitarfélagi eða eftir kjarasamningi SGS og Sambandi sveitarfélaga á árinu 2022 eiga að fá greitt úr Félagsmannasjóði VSFK í byrjun febrúar nk.
Síðastliðin tvö ár hefur umsýsla sjóðsins verið hjá Starfsgreinasambandinu en í fyrra var gerð breyting á og nú sjá aðildarfélögin sjálf um umsýslu sjóðsins. Vegna útborgunar úr sjóðnum er félagsmönnum því bent á að snúa sér til VSFK.
Þeir sem eru í félaginu og vinna hjá:
- Reykjanesbæ (Búið að greiða)
- Suðurnesjabæ (Búið að greiða)
- Sveitarfélaginu Vogum
- Þrótti Vogum (Búið að greiða)
- Hjallastefnunni (Búið að greiða)
- Sunnugarði (Búið að greiða)
- Gimli (Búið að greiða)
- Kalka (Búið að greiða)
Eiga rétt á greiðslunum.
Þeir sem ekki hafa sent reiknisnúmerið sitt til VSFK vinsamlegast gerið það svo greiðslan komist til skila.
Senda má upplýsingar á vsfk@vsfk.is og eins hringja í síma 421-5777 og gefa upp reikninsnúmer.