Félagsmannasjóður VSFK

Allir félagsmenn sem störfuðu hjá sveitarfélagi eða eftir kjarasamningi SGS og Sambandi sveitarfélaga á árinu 2023 eiga að fá greitt úr Félagsmannasjóði VSFK í byrjun febrúar nk. 
Síðastliðin tvö ár hefur umsýsla sjóðsins verið hjá Starfsgreinasambandinu en í fyrra var gerð breyting á og nú sjá aðildarfélögin sjálf um umsýslu sjóðsins. Vegna útborgunar úr sjóðnum er félagsmönnum því bent á að snúa sér til VSFK. 
 
Þeir sem eru í félaginu og vinna hjá:
  • Reykjanesbæ
  • Suðurnesjabæ
  • Sveitarfélaginu Vogar
  • U.M.F.Þ
  • Hjallastefnunni
  • Sunnugarði 
  • Gimli
  • Kalka
Eiga rétt á greiðslunum.
 
Þeir sem ekki hafa sent reikningsnúmerið sitt til VSFK vinsamlegast gerið það svo greiðslan komist til skila.
Senda má upplýsingar á vsfk@vsfk.is og eins hringja í síma 421-5777 og gefa upp reikningsnúmer.
 
Endilega komið þessum upplýsingum á vinnufélaga svo við getum komið þessu til skila á réttum tíma. 

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.