Félagsmannasjóður

Þá er aftur komið að greiðslu félagsmannasjóðs. Allir félagsmenn sem störfuðu hjá sveitarfélagi eða eftir samningi sveitarfélaga frá 1. febrúar 2021 til 31. desember 2021 eiga að fá greitt úr Félagsmannasjóði í febrúar nk. Sjóðurinn er hjá Starfsgreinasambandinu og er 1,5% af heildarlaunum. 
Þeir sem hafa ekki áður fengið greitt úr sjóðnum þurfa að senda upplýsingar til Starfsgreinasambandsins svo hægt sé að greiða þeim. 
Þið sem áður hafið fengið greiðslu þurfið ekki að senda upplýsingar aftur. Þær eiga að liggja fyrir.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.