Fjölskylduskemmtun í tilefni 100 ára afmælis ASÍ
Fjölskylduskemmtun í Hörpu 12. mars!
Fjölskylduskemmtun í tilefni 100 ára afmælis ASÍ hefst í Hörpu kl. 14 laugardaginn 12. mars. Boðið verður upp á stórskemmtilega tónleika með Páli Óskari og Úlfi Úlfi í Norðurljósasalnum. Auk þess setur tvíeykið magnaða, Hundur í óskilum, upp stutta leiksýningu í Kaldalóni kl. 15 og 16 þar sem farið verður yfir athyglisverða hluti úr 100 ára sögu verkalýðshreyfingarinnar og það gerir Hundurinn með sínu lagi. Við lofum því!
Kl. 17:30 blæs Lúðrasveit verkalýðsins svo til tónleika í Kaldalóni.
ASÍ býður svo gestum Hörpu upp á afmælisköku, kaffi og Svala í tilefni aldarafmælisins. Það er frítt inn á alla þessa viðburði og ekki þarf að ná sér í miða til að vera með.
Við hlökkum til að sjá þig!
https://www.facebook.com/events/153504895033956/