Fjölskylduskemmtun í tilefni 100 ára afmælis ASÍ

Fjölskylduskemmtun í Hörpu 12. mars! 

Fjölskylduskemmtun í tilefni 100 ára afmælis ASÍ hefst í Hörpu kl. 14 laugardaginn 12. mars. Boðið verður upp á stórskemmtilega tónleika með Páli Óskari og Úlfi Úlfi í Norðurljósasalnum. Auk þess setur tvíeykið magnaða, Hundur í óskilum, upp stutta leiksýningu í Kaldalóni kl. 15 og 16 þar sem farið verður yfir athyglisverða hluti úr 100 ára sögu verkalýðshreyfingarinnar og það gerir Hundurinn með sínu lagi. Við lofum því! 
Kl. 17:30 blæs Lúðrasveit verkalýðsins svo til tónleika í Kaldalóni.

ASÍ býður svo gestum Hörpu upp á afmælisköku, kaffi og Svala í tilefni aldarafmælisins. Það er frítt inn á alla þessa viðburði og ekki þarf að ná sér í miða til að vera með. 

Við hlökkum til að sjá þig!

https://www.facebook.com/events/153504895033956/

 

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.