Flóafélögin vísa kjaradeilu til sáttasemjara
Áhersla Flóans á hækkun lægri launa.
Að loknum stuttum fundi Flóans við Samtök atvinnulífsins í gær, ákváðu Flóafélögin, Efling,Hlíf og VSFK að vísa kjarasamningsviðræðum til sáttasemjara. Aðalástæða var sú að of mikið bar á milli aðila í aðferðarfræði um launalið, þar sem Flóinn telur það ófrávíkjanlega kröfu að leggja sérstaka áherslu á lægri laun með krónutöluhækkun auk almennar launahækkunar.
Meira
SA telja að þessi aðferð sem stéttafélögin telja að hafi tryggt sérstaklega stöðu lægri tekjuhópa innan stéttarfélagana á síðari árum, muni leiða til verðbólgu. Þá segja Samtök atvinnulífsins svigrúm til launabreytinga vera lítið. Flóabandalagsfélögin meta það svo að það ríki grundvallarágreiningur við SA um launalið kjarasamninganna.
Viðræðum hefur þess vegna verið vísað til sáttasemjara.