Fundur með starfsmönnum Reykjanesbæjar

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis boðar til sameiginlegs fundar ásamt Starfsmannafélagi Suðurnesja í Íþróttaakademíunni miðvikudaginn 19.nóvember kl 17:00.
Fundarefni: Upplýsingar til starfsmanna Reykjanesbæjar vegna fyrirhugaðs niðurskurðar og uppsagna starfsmanna bæjarins. Á fundinum mun Magnús Norðdahl yfirlögfræðingur ASÍ svara fyrirspurnum frá félagsmönnum.