Hugur okkar allra er hjá Grindvíkingum

Það getur enginn gert sér grein fyrir hvernig er að standa i svona aðstæðum nema þeir sem hafa þurft þess. 
Við þurfum öll að standa saman og hlúa að þeim sem standa frammi fyrir þessum hörmungum. 
Ég hef verið í samskiptum við hluta af okkar félagsmönnum sem búa í Grindavík. Við höfum verið að reyna að aðstoða eftir bestu getu, leysa um sumarbústaði fyrir þá sem þess þurfa og fleira í þeim dúr.
 
Ég hef hins vegar ekki netfang hjá öllum félagsmönnum og óska eftir að heyra frá ykkur. 
Hver er ykkar staða, er eitthvað sem við getum gert og eru þið í öruggu skjóli? 
Það má senda mér skilaboð hér á Facebook Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, eða í tölvupósti gudbjorgkr@vsfk.is
Félagsmenn okkar eru ávalt velkomnir á skrifstofuna í kaffisopa og spjall. Ekki hika við að hafa samband. 
 
Eins vil ég hvetja atvinnurekendur á svæðinu til að huga að sínu starfsfólki sem býr í Grindavík. 
hefur það húsaskjól? Er eitthvað sem þið getið gert til að aðstoða? 
Og beina þeim á rétta staða fyrir hjálp. 
Mjög mörg fyrirtæki eru að standa sig mjög vel og við þurfum öll að standa saman. 
 
Allir geta leitað til Rauða krossins og eins er síða á Facebook sem er sérstaklega ætluð til að aðstoða Grindvíkinga.
 
Við erum sterk og stöndum saman þegar mikið bjátar á. 
Við komumst í gegn um þetta saman.
 
Kveðja, 
Guðbjörg Kristmundsdóttir
Formaður Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.