Hvað kostar að æfa handbolta

Hvað kostar að æfa handbolta í vetur?
Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á gjaldskrám fyrir börn og ungmenni hjá 16 fjölmennustu handboltafélögum landsins fyrir veturinn 2015/16. Mikill verðmunur er á hæsta og lægsta verði íþróttafélaganna en bornir voru saman 4.,6. og 8. flokkur. Mestur verðmunur í samanburðinum er á mánaðargjaldinu fyrir 4. flokk eða 119%.