Kallarðu þetta jafnrétti?

Boðað er til kvennaverkfalls þann 24. október næstkomandi undir
yfirskriftinni Kallarðu þetta jafnrétti?
VSFK skorar á alla sem hafa tök á að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir jafnrétti á þessum degi. Eins skorum við á fyrirtæki að sýna samstöðu í verki svo konur og kvár geti lagt niður störf þennan dag, án skerðingar á launum og tekið þátt í kvennafrídeginum og baráttu fyrir réttindum kvenna. Þau sem ekki geta komist frá vinnu er hvött til að setja #omissandi sem status á samfélagsmiðla til að sýna samstöðu.
Samtök launafólks ásamt fjölmörgum öðrum baráttusamtökum kvenna og hinsegin fólks standa að þessum degi í ár. Konur og kvár sem það geta eru hvött til að mæta ekki til vinnu þennan dag og
sinna jafnframt ekki þeim störfum og ábyrgð sem felst í annarri og þriðju vaktinni.
Allar upplýsingar um Kvennaverkfalli, söguna, samstöðuna og upplýsingar má finna á
heimasíðunni kvennafri.is
Konur og kvár sem geta eru hvött til að taka fullan þátt í þessum mikilvæga degi. Útifundir verða haldnir víða um land í tilefni dagsins, í Reykjavík verður haldinn fundur á Arnarhóli og hefst hann kl. 14:00.
Konur á Suðurnesjum ætla að hittast í Krossmóa 4 hjá Nettó kl. 11.30 stilla saman strengi og
fjölmenna svo á Arnarhól.
Spurt og svarað um daginn
Er þetta verkfall?
Dagurinn er ekki verfall í skilningi vinnulöggjafar. Dagurinn er baráttudagur kvenna fyrir jafnrétti og hver og einn tekur þátt á eigin forsendum og samkvæmt eigin ákvörðun.
Þarf ég að láta vita í vinnunni?
Þú verður að ræða við þinn næsta yfirmann og fá heimild hjá honum til að leggja niður störf til að leggja þitt af mörkum í baráttunni fyrir jafnrétti á þessum degi. Atvinnurekanda ber ekki skylda til að greiða laun fyrir þennan dag en VSFK skorar á atvinnurekendur að heimila konum og kvár að leggja niður störf þennan dag, án skerðingar á launum.
Er atvinnurekanda skylt að gefa mér frí?
Vinnustaðir eru mismunandi og fjölbreyttir. Sumstaðar er ekki hægt að leggja alfarið niður störf.
Við mælumst til þess að atvinnurekendur leiti allra leiða til að gera konum og kvárum kleift að taka þátt í baráttunni.
Nánari upplýsingar má finna í skjölunum hérna undir og eins upplýsingar á ensku og pólsku.
Questions and answers about the day
Is this a strike?
The day is not a strike in the sense of labour legislation. The day is the day of women's struggle for equality and everyone participates on their own terms and according to their own decision.
Do I need to notify at work?
You must talk to your immediate superior and get permission from him to stop work to contribute to the fight for equality on this day. The employer is not obliged to pay wages for this day, but VSFK calls on employers to allow women to stop working on this day, without a reduction in wages.
Is the employer obliged to give me time off?
Workplaces are different and diverse. In some places, it is not possible to close jobs completely.
We recommend that employers look for all possible ways to enable women and children to participate in the struggle.