Kjarasamningur SGS og SA 1. nóv 2022 - 31. jan 2024 (EN & POL)

Starfsgreinasamband Íslands undirritaði nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins þann 3. desember síðastliðinn, með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu. Gildistími samningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.

Meginmarkmið

Kjarasamningurinn er framlenging á Lífskjarasamningnum sem gilti frá 2019-2022. Að mati samningsaðila styður samningurinn við kaupmátt launa auk þess að veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum. Samningurinn geti þannig byggt undir stöðugleika og skapað forsendur fyrir langtímasamningi. Unnið verður markvisst að nýjum kjarasamningi á samningstímabilinu og grunnur lagður að því að þann 1. febrúar 2024 taki nýr langtímasamningur við af þessum samningi.

Helstu atriði

Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35.000 kr. frá 1. nóvember 2022 skv. nýrri launatöflu. Samningurinn felur í sér lagfæringu á launatöflunni sem gerir það að verkum að hækkun getur orðið allt að 52.000 kr. á mánuði.

Mánaðarlaun (laun þeirra sem ekki eru á kauptöxtum) hækka um 33.000 kr. frá 1. nóvember 2022.

Kjaratengdir liðir kjarasamningsins hækka um 5,0% frá 1. nóvember 2022, nema um annað hafi verið samið.

Bónusar og akkorð í fiskvinnslu hækka um 8% sem mun skila fiskvinnslufólki á bilinu 6.000 - 34.000 kr. hækkun á mánuði.

Desemberuppbót á árinu 2023 verður 103.000 kr. miðað við fullt starf.

Orlofsuppbót miðað við fullt starf verður 56.000 kr. á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2023.

Hagvaxtaraukinn sem átti að koma til greiðslu 1. maí 2023 verður flýtt og verður hann að fullu efndur með hækkun 1. nóvember. Það mun skila ávinningi sem nemur 78.000 kr. eða 5.200 kr. á mánuði á samningstímanum.

Kynningarefni

Íslenska

Enska

Pólska

 

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.