Kjarasamningur við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu samþykktur

Kjarasamningur Verkalýðsfélagsins Hlífar og VSFK við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag.
 
Á kjörskrá voru 592. Af þeim greiddu atkvæði 134, eða 22,64%. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 90,98% já og 9,02% nei.
 
Samningurinn gildir fyrir starfsfólk á Sólvangi og á Hrafnistuheimilunum í Hafnarfirði, Garðabæ og í Reykjanesbæ.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.