Lætur af störfum eftir rúmlega 20 ára starf á skrifstofu VSFK
Þann 1.maí sl. lét Ingibjörg Magnúsdóttir af störfum á skrifstofu félagsins. Ingibjörg hafði starfað hjá félaginu í rúm 20 ár, eða frá 15,ágúst 1995. Hún tók sæti í stjórn félagsins árið 1997. Ingibjörg sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið og sinnti starfi sínu alltaf með mikilli alúð og sóma. Samstarfsfólk hjá Verkalýðs- og sjómannafélaginu þakkar Ingibjörgu fyrir gott starf og óskar henni alls hins besta í framtíðinni.