Lætur af störfum eftir rúmlega 20 ára starf á skrifstofu VSFK

Þann 1.maí sl. lét Ingibjörg Magnúsdóttir af störfum á skrifstofu félagsins.  Ingibjörg hafði starfað hjá félaginu í rúm 20 ár, eða frá 15,ágúst 1995.  Hún tók sæti í stjórn félagsins árið 1997. Ingibjörg sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið og sinnti starfi sínu alltaf með mikilli alúð og sóma.   Samstarfsfólk hjá Verkalýðs- og sjómannafélaginu þakkar Ingibjörgu fyrir gott starf og óskar henni alls hins besta í framtíðinni.

 

Inga Magg

 

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.