Launakönnun 2014
Ríflega sjö af hverjum tíu telja að launamunur hafi aukist á síðast liðnum fimm árum. Þá er yfirgnæfandi stuðningur við hækkun lægstu launa umfram almenna hækkun líkt og undanfarin ár
Ný Gallup könnun Flóafélaganna sýnir að mun fleiri karlar en konur telja mikið svigrúm til launahækkana. Meðalheildarlaun karla eru nú 425 þúsund krónur á mánuði og meðalheildarlaun kvenna um 311 þúsund krónur á mánuði fyrir fullt starf. Þá eru konur ósáttari með laun sín en karlar. Þær telja að um 27% vanti upp á til þess að laun þeirra séu sanngjörn á meðan karlar telja að um 22% vanti þar upp á. Vinnutíminn hefur aukist á milli ára og um 19% félagsmanna eru að vinna í fleiru en einu starfi. Margt athyglisvert má lesa út úr könnuninni sem birt er í heild á heimasíðunni hér að neðan.
Launakönnun 2014
Niðurstöður könnunar - úrdráttur