Niðurstaða úr kosningu um kjarasamninginn milli SSÍ og SFS

Atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem undirritaður var þann 6. febrúar síðastliðinn lauk 16. febrúar sl. kl. 15:00.
 
Á kjörskrá voru 1104 og greiddu 592 atkvæði um samninginn eða 53,62%
 
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er þessi:
 
Af þeim sem kusu sögðu 367 já eða 61,99%, 217 sögðu nei  eða 36,66% og auðir og ógildir seðlar voru 8 eða 1,35%.
 
Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 62,84% já og 37,16% sögðu nei.
 
Samningurinn var því samþykktur.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.