Ný regla vegna náms í snyrtifræðum

Frá og með næstu áramótum tekur gildi ný regla vegna einstaklingsstyrkja sem tekur til  náms í snyrtifræðum sbr. eftirfarandi;

Nám sem tekið er á Íslandi

Nám í hverskonar snyrtifræðum sem tekið er hérlendis þarf að falla að skilgreiningu sjóðsins um starfsnám og vera tekið hjá skólum með starfsleyfi  til að falla undir starfsmenntastyrki.  Athugið að vörupakkar og annað námsefni sem innifalið er í námskeiðsgjaldi, er ekki styrkt.  Því er aðeins tekið við reikningum sem sýna sundurliðun á kostnaði.   Með umsókn þarf einnig að skila inn viðurkenningarskjali. 
 
Sé námið tekið hjá skólum sem ekki er með starfsleyfi er aðeins hægt að sækja um lífsleiknistyrk. Styrkur vegna lífsleikni er kr. 30.000,- en þó aldrei meira en 90% af reikningi. 

Nám sem tekið er erlendis

Allt nám í snyrtifræðum sem tekið er erlendis mun frá áramótum falla undir lífsleikni. Styrkur vegna lífsleikni er kr. 30.000,- en þó aldrei meira en 90% af reikningi. 
 

Skilgreiningar  á snyrtifræðum

Snyrtifræði felur í sér fjölbreytta snyrtiþjónustu og lykilsvið sem falla þar undir undir eru;
 
  1. Hárþjónusta: Klipping, litun, mótun og meðferðir fyrir hár.
  2. Húðumhirða: Andlits- og húðmeðferð.
  3. Förðun
  4. Snyrtifræði
  5. Vax og háreyðing
  6. Naglaumhirða: Hand-, fótsnyrting, naglalist, þ.m.t. ásetning gervinagla.
  7. Augnaháraásetningar, augnaháralengingar
  8. Varanleg förðun á augabrúnir
*Athugið að á listann gæti vantað atriði sem falla undir snyrtifræði og því mögulega ekki tæmandi.

Vegna styrkja til fyrirtækja

Reglan mun ennfremur ná til fyrirtækjastyrkja, þ.e. aðeins nám sem tekið er hérlendis hjá skólum með starfsleyfi  verður styrkt sem starfsmennt. 

Um Starfsafl:

Starfsafl fræðslusjóður er starfsmenntasjóður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.
 
Stykir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.