Nýr kjarasamningur milli SSÍ og SFS
Nýr kjarasamningur milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var undirritaður rétt fyrir miðnætti þann 9. febrúar 2023. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst þann 17. febrúar næstkomandi og lýkur kl. 15:00 þann 10. mars næstkomandi. Mikilvægt er að sjómenn kynni sér vel innihald samningsins áður en atkvæði um hann eru greidd. Hér að neðan er hægt að nálgast kjarasamninginn og kynningu á honum.
Við biðjum sjómenn sem eru félagsmenn okkar að hafa samband sem allra fyrst við skrifstofu svo hægt sé að skrá þá í rafræna kosningu.
Allar frekari upplýsingar má nálgast á skrifstofu félagsins og munu eins birtast hér á síðunni og eins á feisbókarsíðu félagsins.