Nýr kjarasamningur milli SSÍ og SFS

Nýr kjarasamningur milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var undirritaður rétt fyrir miðnætti þann 9. febrúar 2023. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst þann 17. febrúar næstkomandi og lýkur kl. 15:00 þann 10. mars næstkomandi. Mikilvægt er að sjómenn kynni sér vel innihald samningsins áður en atkvæði um hann eru greidd. Hér að neðan er hægt að nálgast kjarasamninginn og kynningu á honum.
 
 
Við biðjum sjómenn sem eru félagsmenn okkar að hafa samband sem allra fyrst við skrifstofu svo hægt sé að skrá þá í rafræna kosningu. 
 
Allar frekari upplýsingar má nálgast á skrifstofu félagsins og munu eins birtast hér á síðunni og eins á feisbókarsíðu félagsins.
 

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.