Nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins undirritaður

Mynd: RÚV – Hólmfríður Dagný Friðjónsd

Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember 2022 um að lágmarki 35.000 kr.

Að auki felur samningurinn í sér lagfæringu á launatöflunni, sem gerir það að verkum að hækkun getur orðið allt að 52.000 kr. á mánuði.

Laun þeirra sem ekki taka laun eftir kauptöxtum hækka um 33.000 kr.

13.000 kr. af þessari hækkun kemur til vegna flýtingar á hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí 2023. Það mun skila ávinningi sem nemur 78.000 kr. eða tæpum 6.000 kr. á mánuði á samningstímanum.

Desember- og orlofsuppbætur taka jafnframt hækkunum. Desemberuppbót á árinu 2023 verður 103.000 kr. og orlofsuppbót verður 56.000 kr.

Kjaratengdir liðir samningsins hækka um 5% frá 1. Nóvember.

Bónusar og akkorð í fiskvinnslu hækka um 8% sem mun skila fiskvinnslufólki á bilinu 6.000 - 34.000 kr. hækkun á mánuði.

Leiðréttingar fyrir nóvember kemur til greiðslu í lok desember verði samningur samþykktur.

Nú tekur við kynning og atkvæðagreiðsla um samninginn meðal félagsmanna. Tilkynnt verður um afgreiðslu samningsins mánudaginn 19. á að liggja fyrir ekki síðar en mánudaginn 19. desember næstkomandi.
Við munum birta kynningardagskrá á heimasíðu félagsins og á Facebook.
Kynningarnar verða á íslensku, ensku og með pólskum túlki og verða bæði á skrifstofu félagsins og eins á Teams með rafrænum hætti.

Það er mikilvægt að fólk mæti á kynningar og fái upplýsingar um hvaða áhrif samningurinn hefur á ykkar laun og eins fá nánari upplýsingar og svör við spurningum.

Mynd á síðu: RÚV – Hólmfríður Dagný Friðjónsd

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.