Nýr kjarasamningur

Það er ánægjuefni að skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands við Samtök
atvinnulífsins.
 
Samningurinn gildir frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2018. Atkvæðagreiðsla verður kynnt á næstu dögum en henni þarf
að vera lokið fyrir 26.2 2016. Við teljum að kjarasamningurinn feli í sér verulegar viðbætur við þær hækkanir sem samið
var um á síðasta ári fyrir félagsmenn. Samninginn í heild sinni má finna á heimasíðum stéttarfélaganna og á asi.is.
 
Saminginn má kynna sér hér
 
Samningurinn byggir á rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 27.10 2015 og bókun um lífeyrisréttindi frá 5.5
2011 og er ætlað að tryggja jafnræði í kjaraþróun á grundvelli sameiginlegrar launastefnu og jöfnun lífeyrisréttinda.
 
Markmiðið kjarasamningsins er því tvíþætt:
1. Að auka lífeyrisréttindi á almennum vinnumarkaði úr 56% í 76% af meðalævitekjum og jafna ávinnslu
lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins. Til að ná þessu þarf að hækka í áföngum
mótframlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð um 3,5%, úr 8% í 11,5%.
2. Að laga launa- og kjarabreytingar áranna 2016-2018 að rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins
frá 27.10 2015.
 
Gildissvið:
Samningurinn tekur til þeirra almennu kjarasamninga, sem aðildarfélög ASÍ gerðu við SA frá maí til september 2015.
Sérstaklega er áréttað, að sérkjarasamninga aðila skuli uppfæra sérstaklega í samræmi við 2. gr. rammasamkomulagsins
frá 27. október 2015 og munu breytingar á launaliðum taka gildi á sömu dagsetningum og á við um almennu
samningana.
Réttindaávinnsla mun aukast um 36% og einstaklingur sem greiðir í lífeyrissjóð skv. þessu alla starfsævina getur vænst
þess að fá um 76% af meðaltali ævitekna úr lífeyrissjóði í stað 56% áður. Örorkubætur og Barna- og fjölskyldulífeyrir
hækka í sama hlutfalli.
Tryggt verður að einstaklingur geti valið að verja a.m.k. að hluta af hækkun iðgjaldsins í bundna séreign. Mikilvægt er
að undirbúa þetta val vandlega og auðvelda einstaklingum að taka upplýsta ákvörðum því ef hluta iðgjalds verður ráðstafað
í séreign munu greiðslur úr samtryggingu hækka hlutfallslega minna sem því nemur.
Það er ánægjuefni að skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands við Samtök
atvinnulífsins.
Samningurinn gildir frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2018. Atkvæðagreiðsla verður kynnt á næstu dögum en henni þarf
að vera lokið fyrir 26.2 2016. Við teljum að kjarasamningurinn feli í sér verulegar viðbætur við þær hækkanir sem samið
var um á síðasta ári fyrir félagsmenn. Samninginn í heild sinni má finna á heimasíðum stéttarfélaganna og á asi.is.
Samningurinn byggir á rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 27.10 2015 og bókun um lífeyrisréttindi frá 5.5
2011 og er ætlað að tryggja jafnræði í kjaraþróun á grundvelli sameiginlegrar launastefnu og jöfnun lífeyrisréttinda.
Launaliðir:
2016: Í stað 5,5% launaþróunartryggingar kemur 6,2% almenn launahækkun, að lágmarki kr. 15.000 á
mánuði. Launahækkunin kemur til framkvæmda 1. janúar 2016 í stað 1. maí 2016. Hafi launagreiðandi
framkvæmt almenna hækkun launa gagnvart þorra starfsmanna á tímabilinu
2. maí 2015 til 31. desember 2015 er heimilt að draga hana frá hækkuninni. Þó skal enginn
starfsmaður fá minna en 6,2% launahækkun á tímabilinu 2. maí til 31. desember, að lágmarki kr.
15.000 á mánuði.
2017: Í stað 3,0% almennrar launahækkunar 1. maí 2017 kemur 4,5% almenn launahækkun
2018: Í stað 2,0% almennrar launahækkunar 1. maí 2018 kemur 3,0% almenn launahækkun
Lífeyrisréttindi:
Framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar og verður eftirfarandi:
2016: Framlag atvinnurekenda hækkar 1. júní 2016 um 0,5% stig og verður 8,5%
2017: Framlag atvinnurekenda hækkar 1. júní 2017 um 1,5% stig og verður 10,0%
2018: Framlag atvinnurekenda hækkar 1. júní 2018 um 1,5% stig og verður 11,5%
Nýr kjarasamningur
Reykjavík 21. janúar 2016
Grafía
 
Nýtt samningalíkan fyrir íslenskan vinnumarkað
Þann 27. október 2015 skrifuðu aðilar vinnumarkaðarins undir samkomulag um mótun nýs samningalíkans fyrir íslenskan
vinnumarkað. Ekki er verið að greiða atkvæði um það mál hér. Hér er einungis verið að greiða atkvæði um jöfnun
lífeyrisréttinda og launahækkanir umfram gildandi kjarasamninga. Mikil vinna er framundan við mótun samningalíkansins
þar sem kallað verður eftir þátttöku aðildarfélaga og félagsmanna, m.a. með fjölmennu stefnumóti í byrjun maí nk.
Þegar niðurstaða liggur fyrir, líklega á vormánuðum 2017, og hefur samninganefnd ASÍ þegar ákveðið að hún verði lögð
í sérstaka atkvæðagreiðslu félagsmanna.
Sameiginleg atkvæðagreiðsla
Löng hefð er fyrir því að breytingar á grundvallaratriðum lífeyriskerfisins séu afgreiddar með sameiginlegum hætti og
jafnframt fyrir því að þegar samið er undir friðarskyldu sé gildistaka bundin við afgreiðslu samninganefndar sem nú er
sameiginleg. Við þær aðstæður sem nú eru uppi og vegna kröfu SA hefur niðurstaðan orðið sú, með vísan til 2.mgr.
5.gr. laga nr. 80/1938, að bera þennan kjarasamning sem samninganefnd ASÍ hefur sameinast um að gera, upp til
afgreiðslu í einni sameiginlegri atkvæðagreiðslu.
 
 

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.