Orlofshús - Sumar 2016

Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út í sumar:

2 hús í Svignaskarði (Veiðileyfi í neðra-svæði Norðurár í boði)
3 hús í Húsafelli
2 hús í Ölfusborgum
2 hús í Hraunborgum
1 raðhús í Núpasíðu 8h á Akureyri

Útleigutímabilið er frá föstudeginum 27.maí 2016 og fram til föstudagsins 26.ágúst 2016

Umsóknir liggja fyrir á skrifstofu félagsins og einnig hér á heimasíðu VSFK

VSFK mun senda virkum félagsmönnum umsókn á rafrænu formi, þar sem hægt er að klára umsóknarferlið inn á mínum síðum VSFK.

Umsókn um orlofshús

Umsóknarfrestur er til kl.16:00 mánudaginn 4.apríl 2016 

Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi 

Orlofsnefnd VSFK

 

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.