Orlofshús VSFK - Páskar 2022

Opnað hefur fyrir páskaumsóknir inn á orlofssíðu VSFK (Grænn takki merktur Orlofshús)

Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út um páskana:

  • 3 hús í Svignaskarði
  • 1 hús í Húsafelli (hundahald leyft)
  • 2 hús í Ölfusborgum
  • 4 hús við Syðri Brú (Grímsnesi) (hundahald leyft í húsi nr.10)
  • 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri

Útleigutímabil er frá miðvikudeginum 13.apríl til og með
miðvikudagsins 20. apríl 2022.
Félagsmenn fara inn á www.orlof.is/vsfk og skrá sig inn með Íslykli eða Rafrænum skilríkjum, fylla skal út páskaumsókn þar með allt að 4 valmöguleikum.
Einnig er hægt að fara inn á vsfk.is – Orlofshús (grænn takki)
Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 þriðjudagsins 1. mars  2022.
Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi.

Umsóknir fyrir sumarið 2022 opna 7. mars og verða opnar til 29.mars.

Orlofsstjórn VSFK

orlofshús VSFK

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.