Óskum eftir fólki í samninganefnd félagsins og trúnaðarráð

Við óskum eftir áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í starfi félagsins eða tilnefningu á aðilum
sem þú telur að eigi heima í samninganefnd eða trúnaðarráði.
Okkur vantar fólk úr sem flestum sviðum atvinnulífsinns til að vinna með okkur að kjaramálum
félagsmanna. Fyrstu samningar félagsins eru lausir í haust og því mikilvægt að hefja störf að krafti í
undirbúningi að kröfugerð og samninga.
Ef þú hefur áhuga eða vilt tilnefna einhvern endilega hafðu samband vsfk@vsfk.is
Eins má fá upplýsingar í sama netfangi.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.